Vegna Covid-19 faraldursins verður allt safnaðarstarf í hléi til sunnudagsins 25. október. Mánudaginn 26. október verður staðan endurskoðuð með tilliti til fyrirmæla sóttvarnaryfirvalda.
Næsta sunnudag, 25. október verður guðsþjónustan aftur rafræn kl. 11 og einnig sunnudagaskólinn kl. 13 á facebook.
Æskulýðsstarfið ósoM fyrir 8. – 10. bekk sem er yfirleitt á þriðjudögum kl. 20 verður rafrænn í kvöld og hittist á Zoom. Á dagskánni er að spila vinsæla leikinn Among Us.
Fermingarfræðslan fellur að sjálfsögðu líka niður en prestarnir verða í samráði við foreldra- og forráðamenn varðandi nánari háttalagi á fræðslunni.
Bogi Benediktsson
20. október 2020 12:48