Kóræfingar hefjast miðvikudaginn 1. september í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3
Ungdómskór Lágafellskirkju kl: 15:00 – 16:15 (fyrir 10 – 14 ára, 5. – 8. bekkur)
Barnakór Lágafellskirkju kl: 16:30 – 17:30 (fyrir 7 – 9 ára, 2. – 4. bekkur)
Í Kórskóla Lágafellskirkju er boðið upp á faglegt söngstarf fyrir söngvara í barnakór 7 – 9 ára (2. – 4. bekkur)
og ungdómskór fyrir 10 – 14 ára (5. – 8. bekkur).
Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur en skráning fer fram rafrænt HÉR!
Upplýsingar þá er best að hafa samband við Þórdísi Sævarsdóttur, kórstjóra í netfangið: korskoli@lagafellskirkja.is eða í síma: 864 2348.
Með Þórdísi til stuðnings verður Þórður Sigurðsson, organistinn okkar sem spilar undir.
Gjald fyrir hvora önn:
Haustönn 2021: 8.000 kr.
Vorönn 2021: 10.000 kr.
Á dagskrá vetrar er auk æfinga og þátttöku í starfi Lágafellskirkju vinakóramót fyrir yngri og eldri hópa og þátttaka á landsmóti Barna- og ungdómskóra á Stokkseyri í september 2021 fyrir eldri hóp. Einnig höldum við sérstaka skemmtihittinga á hvorri önn fyrir báða kórhópa.
Nánar um kórstjórann:
Þórdís Sævarsdóttir hefur starfað sem kórstjóri, söngkona og tónmenntakennari um árabil og er að auki verkefnastjóri með MA í Menningarstjórnun frá 2016.
Þórdís Sævars hefur starfað sem kórstjóri með barna-, ungdóms- og kvennakóra auk þess að vera viðburða- og verkefnastjóri við fjölda tónleika, kóramóta, lista- og fjölmenningarhátíða.