
Gætt verður að sóttvörnum og fjarlægðarmörkum í öllu safnaðarstarfi okkar
og við minnum einnig á einstaklingsbundnar sóttvarnir. Það er nóg til af sætum og þú ert hjartanlega velkomin/n.
Sunnudagurinn 27. september
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju sunnudaginn 27. september kl. 11.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir helgihaldið. Fermingarungmenni verður fermt í guðsþjónustunni.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista.
Verið öll velkomin.
Sunnudagaskólinn er svo á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13. Foreldrar og börn sameinast í söng og gleði. Sögð verður biblíusaga, brúðuleikrit og leikir. Börnin fá miða og fjársjóðskistu til að taka með heim.
Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður.
Bogi Benediktsson
25. september 2020 10:08