Sigurður Rúnar Ragnarsson mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellprestakalli frá september til júní 2021. Hann er fyrrverandi sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli og mun gegna stöðu sem þriðji prestur í Mosfellprestakalli fram í júní 2021. Hann vígðist til Mosfellsprestakalls og Lágafellssóknar sem prestur vorið 1998 og starfaði við Lágafellssókn frá vígslu fram til júní 1999, er hann fékk Norðfjarðarprestakall. Hér í Mosfellsbæ var hann búsettur frá árinu 1978 til ársins 1999. Hann hefur undanfarið ár vegna breytinga á prestaköllum á Austfjörðum verið í sérþjónustu á Biskupsstofu og gegnt ýmsum störfum við prestaköllin á Austurlandi. Eiginkona Sigurðar Rúnars er Ragnheiður Hall og eiga þau þrjú börn; Ragnar Árna, Þóru Kristínu og Katrínu Halldóru. Sr. Sigurður Rúnar verður með viðtalstíma eftir samkomulagi á opnunartíma kirkjunnar og hægt að hafa samband við hann í s: 896 9878 og í netfanginu: sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is
Bogi Benediktsson
16. september 2020 13:00