Það er okkur hjá Lágafellssókn mikið fagnaðarefni að það er loksins komið að því að fyrstu fermingarbörn þessa árs verði fermd. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu síðustu vikur verða athafnirnar þrjár og tvö og þrjú börn fermd í hverri þeirra. Báðir prestar safnaðarins þjóna í athöfnunum, sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. Þórður Sigurðarson organisti sér um tónlistina og Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söng og syngur einsöng.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
27. maí 2020 15:08