Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í safnaðarheimili Mosfellsprestakall þann 5. október frá kl. 10 – 16. Námskeiðsgjald er kr. 3500 (greitt með gíróseðli). Innifalið eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar og leiðbeinendur námskeiðsins verða sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Hægt verður að skrá sig hér á heimasíðunni eða hjá sr. Arndísi á netfanginu: arndis.linn@lagafellskirkja.is
Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.
Nánari upplýsingar má fá hjá Ragnheiði eða Arndísi í síma: 5667113
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
30. september 2019 14:52