Síðustu börnin sem fermast hjá okkur í Mosfellsbænum verða fermd í Lágafellskirkju á Hvítasunnudag, 9. júní kl. 11:00. Börnin eru að þessu sinni 8 og hafa þá rúmlega 120 börn gert Jesú Krist að leiðtoga lífsins síðustu mánuðina. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihald og Hildur Salvör Backman er meðhjálpari og aðstoðar í athöfninni. Það er að venju Kirkjukór Lágafellssóknar sem leiðir safnaðarsöng og syngur fyrir kirkjugesti. Organsti að þessu sinni verður Þorvaldur Örn Davíðsson.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
4. júní 2019 11:37