
Um leið og fyrstu fermingarbörn þessa vors hafa verið fermd er ekki seinna vænna en leiða hugann að næsta fermingarárgangi. Í síðustu viku gengu prestar og starfsfólk safnaðarins í hús með splunkunýja fermingarbæklinga til þeirra barna sem eru á fermingaraldri í Mosfellsbæ. Í bæklingnum eru upplýsingar um fyrirkomulag fermingarfræðslu og fermingarathafna vetur og vor 2026. Skráning á fermingardagana hefst 2. apríl kl.20. 15 börn komast að í hverja athöfn og því er um að gera skrá börnin snemma til að tryggja sér fermingardag. Á þessu vori fermast í kringum 160 börn í Lágafellskirkju í tólf athöfnumog var fyrsti fermingardagurinn 30. mars þar sem 32 fermingarbörn staðfestu skírn sína. Mikil gleði fylgir fermingarbörnunum og Lágafellskirkja iðar af lífi.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
1. apríl 2025 16:23