
Síðastliðinn sunnudag fór fram messa í tilefni Mottumars en átakið í ár ber yfirheitið ,,Ertu að grínast með þinn lífstíl?“ https://www.krabb.is/mottumars
Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn leiddi stundina. Karlakór Kjalnesinga söng þekkt karlakórslög undir stjórn Láru Hrannar Pétursdóttur. Organisti var Árni Heiðar Karlsson.
Ræðumaður var Davíð Ólafsson, söngvari og fasteignasali og fræddi hann kirkjugesti um baráttu sína við krabbamein. Hann sagði hispurslaust frá sinni reynslu og hvernig hann tókst á við meinið með húmorinn að vopni.
Í lok stundarinnar var boðið upp á kaffi, te og blátt konfekt í anda þemalita átaksins.
Kirkjuvörður var Andrea Gréta Axelsdóttir sem átti heiðurinn af bláum skreytingum í kirkjunni.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
11. mars 2025 16:08