Sóknarnefndarfundar Lágafellssóknar 25. september 2024 kl. 17:00.

 

Mætt: Örn Gunnarsson, Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, Marta María Sigurðardóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Örn Jónasson, Pétur Magnússon, Valgerður Magnúsdóttir, Rafn Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Óli Karlsson,  séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

 

  1. Sóknarprestur leiddi fundinn úr hlaði og fór með bæn
  2. Fundargerð síðasta sóknarnefndarfundar (10.9.2024) lögð fram og samþykkt samhljóða.
  3. Mosfellskirkja – endurbætur – sóknarnefndarformaður lagði fram og fór yfir verksamning við Arbor vegna endurbóta á Mosfellskirkju. Verksamningur samþykktur samhljóða og formanni falið að undirrita saminginn.
  4. Lágfellskirkja – tröppur við skrúðhús. Sóknarnefndarformaður lagði fram fór yfir verksamning við Arbor vegna endurbóta á tröppum við skrúðhús. Verksamningur samþykktur samhljóða og formanni falið að undirrita saminginn.
  5. Erindi frá Luis Eduardo Ballina vegna lóðar – sóknarnefnd tók þá ákvörðun að selja ekki lóðina að svo stöddu.
  6. Anddyri safnaðarheimilis – endurbætur – formaður fór yfir málið.
  7. Önnur mál
    1. Erindi frá verkefnastjóra tölvumál vegna netkapals – samþykkt – laga ljósin líka.
    2. Erindi frá verkefnastjóra vegna tölvu kirkjuvarðar samþykkt samhljóða að kaupa nýja þar sem sú gamla er ónothæf.
    3. Kantsteinn vegna bílastæðis v/Mosfellskirkjugarð – samþykkt að kaupa fjóra kantsteina. Tilboð í kantein er fylgigagn fundargerðar. Athuga einnig ljósastjóra á bílastæðinu.
    4. Fjárhagsáætlun og staða mála – eldhúsinnrétting fyrir skrúðhús í vinnslu – Málarameistari B.I. málar á vegg þar sem innréttingin verður og kirkjuvörður hefur haft samband við pípara. Skrúðhús málað í heild sinni í haust.
    5. Bréf til kirkjuráðs og Minjastofnunar. Senda á framkvæmdastjórn biskupsstofu og Minjastofnun og upplýsa um framkvæmdir við Mosfellskirkju.
    6. Hjálp við að segja góðar sögur – bregðast við á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hvatti sóknarnefnd til að segja frá því góða starfi sem á sér stað í sókninni og bregðast við á samfélagsmiðlum.
    7. Afgangur úr innsetningarmessukaffinu var gefin til fólksins á Hömrum.

 

Drög að verksamningum eru fylgigögn þessarar fundargerðar.

Næsti fundur miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17:00.

Fundi slitið kl. 17:59.

Fundargerð ritaði:

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

21. febrúar 2025 09:06

Deildu með vinum þínum