Sóknarnefndarfundar Lágafellssóknar 13. nóvember 2024 kl. 17:00.

 

Mætt: Örn Gunnarsson, Örn Jónasson, Valgerður Magnúsdóttir, Rafn Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Óli Karlsson, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Guðmundur Jónsson, séra Henning Emil og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

 

  1. Formaður setur fund
  2. Prestur leiðir fundinn úr hlaði og fór yfir safnaðarstarfið. Las sálm 127 og æðruleysisbænina. Allt gengið sinn vanagang, allra heilagra messa ólíkt en vanalega var ókyrrð í fermingarbörnum. Póstur var sendur á foreldra og þau hvött til að mæta í messur með fermingarbörnum. Annað hefur gengið sinn vanagang.
  3. Eldri fundargerðir – afgreiddar og samþykktar. Framvegis verða fundargerðir sendar með fundarboði næsta sóknarnefndarfundar.
  4. Yfirferð framkvæmda við kirkjur
  • Drenlögn við Mosfellskirkju
  • Þrif á munum Mosfellskirkju – í geymslu á 3. hæð safnaðarheimili
  • Samtal og samráð við aðstandendur Ragnars Emilssonar
  • Tröppur steyptar við skrúðhús Lágafellskirkju – handrið er í vinnslu, unnið að snjóbræðslu og útbúinn rampur með snjóbræðslu meðfram skrúðhúsi. Snjógildra í vinnslu sem fer yfir hurð hún verður einnig endurnýjuð.
  • Málaður veggur undir innréttingu í skrúðhúsi Lágafellskirkju og klárað að mála í nóvember.
  • Eldhúsinnrétting – uppsetning
  • ,,Kompa” í skrúðhúsi máluð
  • Nýtt fatahengi
  • Þrjú stk. Vinnuvistvæn borð í skrúðhús
  • Ósk um ný og vinnuvistvænni borð í safnaðarheimili – kanna verð hjá Pennanum. (Ríkiskaup). Framkvæmdastjóra falið að kanna verð á borðum fyrir 70 manns.
  • Innrétting á 3. hæð í safnaðarheimili: taka í sundur, sækja og setja upp. Málið í ferli.
  • Led lýsing – Lágafellskirkja – í vinnslu
  • Fjallarifs runnabeð í Mosfellskikjugarði nýja
  • Kostnaður við grafartöku Kostnaður við grafartöku 30.000.- duftker og 95.000.- grafreitur. Umræður um afhelgun grafreita eftir 70 ár og möguleika á duftreitum
  • Búið að stika út fyrir 56 leiðum á svæði C í Mosfellskirkjugarði
  • Setja upp vegg fyrir framan pitt við Nýja Mosfellskirkjugarð
  • Lagfæra ljósastaura – led lýsing á þrjá og eiga efni úr gömlu fyrir garðinn – umræður
  • Kantsteinar komnir upp
  • Setja upp eftirlitsmyndavélar við neðra bílastæði
  1. Erindi Siðmenntar

Formanni og framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

 

  1. Fjárhagsáæltun 2025

Framkvæmdastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun.

 

  1. Önnur mál

Bókhald og rekstur – Fjármunir á reikning með betri vöxtum, safnaðarprestur á launaskrá þjóðkirkunnar – unnið að því.

Lagt til að Oddný verði ráðin í hlutastarf við færslu bókhalds rætt um að fresta þessu máli til næsta fundar.

Starfsmannamál – trúnaðarmál

Könnun – fermingarfræðsla – Stefán Már kynnir á næsta sóknarnefndarfundir.

Jólagjöf starfsfólks – tillaga um gjafabréf í Gróðurhúsinu upp á 32.500.- samþykkt.

Aðventusamvera – ákveðið að borða saman á Blik Bistro mökum velkomið að koma með en greitt fyrir þá. Framkvæmdastjóri gengur frá pöntun.

 

Fundi slitið kl. 18:42

Fundargerð ritaði: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,

framkvæmdastjóri

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

21. febrúar 2025 09:09

Deildu með vinum þínum