Sóknarnefndarfundar Lágafellssóknar 13. nóvember 2024 kl. 17:00.
Mætt: Örn Gunnarsson, Örn Jónasson, Valgerður Magnúsdóttir, Rafn Jónsson, Haraldur Sigurðsson, Sigurður Óli Karlsson, Jónína Sif Eyþórsdóttir, Guðmundur Jónsson, séra Henning Emil og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
- Formaður setur fund
- Prestur leiðir fundinn úr hlaði og fór yfir safnaðarstarfið. Las sálm 127 og æðruleysisbænina. Allt gengið sinn vanagang, allra heilagra messa ólíkt en vanalega var ókyrrð í fermingarbörnum. Póstur var sendur á foreldra og þau hvött til að mæta í messur með fermingarbörnum. Annað hefur gengið sinn vanagang.
- Eldri fundargerðir – afgreiddar og samþykktar. Framvegis verða fundargerðir sendar með fundarboði næsta sóknarnefndarfundar.
- Yfirferð framkvæmda við kirkjur
- Drenlögn við Mosfellskirkju
- Þrif á munum Mosfellskirkju – í geymslu á 3. hæð safnaðarheimili
- Samtal og samráð við aðstandendur Ragnars Emilssonar
- Tröppur steyptar við skrúðhús Lágafellskirkju – handrið er í vinnslu, unnið að snjóbræðslu og útbúinn rampur með snjóbræðslu meðfram skrúðhúsi. Snjógildra í vinnslu sem fer yfir hurð hún verður einnig endurnýjuð.
- Málaður veggur undir innréttingu í skrúðhúsi Lágafellskirkju og klárað að mála í nóvember.
- Eldhúsinnrétting – uppsetning
- ,,Kompa” í skrúðhúsi máluð
- Nýtt fatahengi
- Þrjú stk. Vinnuvistvæn borð í skrúðhús
- Ósk um ný og vinnuvistvænni borð í safnaðarheimili – kanna verð hjá Pennanum. (Ríkiskaup). Framkvæmdastjóra falið að kanna verð á borðum fyrir 70 manns.
- Innrétting á 3. hæð í safnaðarheimili: taka í sundur, sækja og setja upp. Málið í ferli.
- Led lýsing – Lágafellskirkja – í vinnslu
- Fjallarifs runnabeð í Mosfellskikjugarði nýja
- Kostnaður við grafartöku Kostnaður við grafartöku 30.000.- duftker og 95.000.- grafreitur. Umræður um afhelgun grafreita eftir 70 ár og möguleika á duftreitum
- Búið að stika út fyrir 56 leiðum á svæði C í Mosfellskirkjugarði
- Setja upp vegg fyrir framan pitt við Nýja Mosfellskirkjugarð
- Lagfæra ljósastaura – led lýsing á þrjá og eiga efni úr gömlu fyrir garðinn – umræður
- Kantsteinar komnir upp
- Setja upp eftirlitsmyndavélar við neðra bílastæði
- Erindi Siðmenntar
Formanni og framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
- Fjárhagsáæltun 2025
Framkvæmdastjóri fór yfir drög að fjárhagsáætlun.
- Önnur mál
Bókhald og rekstur – Fjármunir á reikning með betri vöxtum, safnaðarprestur á launaskrá þjóðkirkunnar – unnið að því.
Lagt til að Oddný verði ráðin í hlutastarf við færslu bókhalds rætt um að fresta þessu máli til næsta fundar.
Starfsmannamál – trúnaðarmál
Könnun – fermingarfræðsla – Stefán Már kynnir á næsta sóknarnefndarfundir.
Jólagjöf starfsfólks – tillaga um gjafabréf í Gróðurhúsinu upp á 32.500.- samþykkt.
Aðventusamvera – ákveðið að borða saman á Blik Bistro mökum velkomið að koma með en greitt fyrir þá. Framkvæmdastjóri gengur frá pöntun.
Fundi slitið kl. 18:42
Fundargerð ritaði: Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
framkvæmdastjóri
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
21. febrúar 2025 09:09