
Eftir snjóinn og frostið fyrstu vikur ársins þá hvetjum við aðstandendur leiða í Lágafells, og Mosfellskirkjugörðum að taka til jólaskraut á leiðum ástvina sinna.
Oft er miðað við í kirkjugörðum (ef aðstæður leyfa) að taka til skraut eftir jól og áramót fyrir 1. mars.
Einnig bendum við á að við kirkjugarðana okkar eru flokkunartunnur fyrir: Lífrænan garðaúrgang (brún), blandað/almennt (grá), pappír/pappa (blá) og plast (græn). Vinsamlegast virðið flokkunarkerfið.
Athygli er vakin á því að aðstandendur bera sjálfir ábyrð á óflokkanlegu sorpi. Úrgang eins og gler, málma, kerti og fleira þarf því að taka með sér heim og eða fara með á Sorpu.
Kirkjugarðar Lágafellssóknar
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
20. febrúar 2025 15:07