Lágafellssókn auglýsir eftir æskulýðsfulltrúa við sóknina.

Starfhlutfallið er 70% og verður ráðið í stöðuna eins fljótt og auðið er.

Starfið felst í að skipuleggja og hafa umsjón með barna- og unglingastarfi safnaðarins, leiða sunnudagaskólann auk þess að taka þátt í starfsmannafundum og fermingarferðalögum. Á sumrin hefur æskulýðsfulltrúinn umsjón með sumarnámskeiðum. Æskulýðsfulltrúi leysir kirkjuvörð af við athafnir eftir samkomulagi og hefur umsjón með samfélagsmiðlum og vefsíðu.

Starfsaðstaða æskulýðsleiðtogans er góð og er frábær starfsandi í Lágafellssókn.

Lágafellssöfnuður er afar fjölmennur og eru starfsstöðvarnar tvær, Lágafellskirkja og Safnaðarheimilið Þverholti 3 Mosfellsbæ.

Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Lágafellssóknar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (johannayr@lagafellskirkja.is/897-3706) og formaður sóknarnefndar Rafn Jónsson formadur@lagafellskirkja.is.)

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar og skulu umsóknir berast á netfangið johannayr@lagafellskirkja.is

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

15. janúar 2025 14:15

Deildu með vinum þínum