Í upphafi aðventunnar fengum við í Lágafellssókn heimsókn frá nemendum úr Krikaskóla. Þetta voru börn í 1. – 4. bekk og gengu þau yfir til okkar hingað með vasaljós í hönd og nesti.
Börnin fengu fræðslu um aðventukransinn og kirkjuna, fræddust til dæmis um Lágafellskirkju sem er 135 ára. Það var mikið sungið og skemmtilegt hvað þau tóku öll vel undir í söngnum. Andrea, kirkjuvörður las fyrir þau söguna um Vetrargöngu Venslásar konungs sem er falleg saga og inniheldur hún góðan boðskap um gildi kærleikans.
Það er von okkar að geta tekið á móti enn fleiri skólahópum að ári.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
20. desember 2024 09:37