Fyrsta sunnudag í aðventu var hið svo kallaða jólakirkjubrall (Messy Church). Þá sameinaðist fjölskyldan í fjölbreyttri stund í kirkjunni en þemað var jólaguðspjallið, sagan sem við segjum í kirkjunni um hver jól. Í upphafi stundar fór Andrea Gréta yfir aðventukransins og sagði frá nöfnum allra kertanna. Kveit var á kransinum og sálmurinn ,,Við kveikjum einu kerti á“ sunginn.

Nokkrar stöðvar voru um alla kirkju og skrúðhús en hægt var að mála piparkökur, búa til jólaskraut úr leir, máta búninga úr helgileiknum og taka mynd.

Hægt var að taka þátt í ratleik en búið var að koma fyrir nokkrum textabrotum úr jólaguðspjallinu um alla kirkjuna og settu börnin textann sem þau fundu á skemmtilegt jólatré sem kirkjuvörður var búinn að útbúa.

Þá var hægt að staldra við í hvíldarfjárhúsinu. Leggjast á kirkjubekk með teppa og slaka á og njóta.

Uppi á orgellofti var hægt að finna nokkrar myndir til að lita og njóta þess að horfa yfir alla kirkjuna.

Í lok stundar voru jólasálmar sungnir og drukkið heitt kakó og auðvitað nælt sér í smákökur.

Þetta var virkilega notaleg stundið og jólakirkjubrallið ein af þeim athöfnum sem hefur fest sig í sessi á aðventunni.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

19. desember 2024 09:40

Deildu með vinum þínum