Aðventukvöld Lágafelllsóknar fór fram síðastliðinn sunnudag þar sem gestir nutu ljúfra tóna og fallegra orða en húsfyllir var við stundina.
Athöfninni stýrðu þær sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og sr. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar söng undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar organista. Jóhanna Ýr Jóhannadóttir las texta úr Lúkasarguðspjalli. Þá söng Gissur Páll Gissurarson af sinni alkunnu snilld.
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar flutti einlæga hugvekju þar sem hún minnist bernskunnar við jólatrjáasölu.
Félagar úr Lions gáfu til Hjálparsjóðs Lágafellssóknar en fjölmörg góðgerðarfélög hafa lagt málefninu lið, m.a. Kiwanisklúbburinn Geysir, Félagsstarf aldraða í Mosfellsbæ, Kvennfélag Mosfellsbæjar og Soroptimistar.
Að endingu ávarpaði Rafn Jónsson, formaður sóknarnefndar samkomuna og bauð gestum að þiggja heitt súkkulaði og kræsingar í safnaðarheimilinu.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir
11. desember 2024 15:09