Í næstu viku verður fermingarfræðsla með öðru sniði en verið hefur. Í stað hefðbundinna fræðslutíma í safnaðarheimilinu bjóðum við foreldrum, forráðamönnum og fermingarbörnum þeirra til fræðslu í Lágafellskirkju fimmtudagskvöldið 21. Nóvember . Fyrirlesturinn er frá sorgarmiðstöðinni og heitir að syrgja er að elska. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni og fagstjóri hjá Sorgarmiðstöðinni kemur og fræðir hópinn.
Árgangnum verður skipt í tvennt:
Kvíslar- og Klébergsskóli mæta kl. 19:00 í Lágafellskirkju fimmtudaginn 21. Nóvmber.
Lágafells- og Helgafellssóli mæta kl. 20:00 Í Lágafellskirkju fimmtudaginn 21. Nóvember
Hefðbundin fermingarfræðsla fellur þar af leiðandi niður 19. Og 20. nóvember
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
17. nóvember 2024 13:03