Og það er hún Kristín Davíðsdóttir okkar! Kristín hefur lengi vel verið kirkjugörðum Lágafellssóknar mikill liðsstyrkur. Hennar grænu fingur hafa m.a. leitt gróðursetningu á fjölda birkitrjáa til að veita gott skjól í Mosfellsdalnum, veitt endalausa gróðurráðgjöf til Boga umsjónarmanns, verið flokkstjóri ásamt Boga þegar bærinn lánaði okkur starfsfólk eina viku til verkefna í Covid, almennri gróðurumhirðu og tínslu á rusli í veðrum og vindum. Mest af þessu hefur hún unnið í frítíma sínum, einhent sér í verkin enda mikil hjálp þar sem kirkjugarðarnir eru jú, þrír talsins í Mosó! Þetta lýsir eldmóðinum í Kristínu!

Við hjá Lágafellssókn viljum þakka Kristínu kærlega fyrir vel unnin störf í nútíð og framtíð.

Þess má til gamans geta að Kristín er mamma Hilmar Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Það var því við hæfi að afhenda henni blómvönd sem var vafinn í Mosfellingsblaði (gömlu jólablaði frá 2023)!

Meðfylgjandi mynd er tekin af Kristínu og Boga í fallegu umhverfi Lágafellskirkjugarðs!

Bogi Benediktsson

19. september 2024 17:09

Deildu með vinum þínum