Veturinn 2024 – 2025 verður ýmislegt í boði fyrir unga og aldna í safnaðarstarfinu.

Guðsþjónustur/Kvöldmessur
Kvöldmessur hafa gefist vel og verið vinsælar í sumar og síðasta vetur. Þess vegna verður annan hvern sunnudag kvöldmessa kl. 20 í Lágafellskirkju (1. og 3. sunnudag í hverjum mánuði). Hina sunnudagana í mánuði (2. og 4. sunnudagur í hverjum mánuði) verða guðsþjónustur kl. 11 nema annað sé tekið fram. Nánar HÉR.

Sunnudagaskóli
Hefst með fjölskyldumessu sunnudaginn 8. september og verður ávallt á sunnudögum kl. 13 í Lágafellskirkju. Nánar HÉR.

Barnakór Lágafellssóknar
Æfingar hefjast mánudaginn 2. september 2024 og verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3.
Í september tökum við á móti börnum sem langar að prófa kóræfingar. Endilega sendið póst til Valgerðar kórstjóra ef barnið vill koma á prufuæfingu.
1. – 3. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 16:20 – 17:00
4. – 7. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 17:10 – 18:00

Æskulýðsstarfið ósoM (8. – 10. bekk)
Hefst þriðjudaginn 10. september kl. 20 – 21:30 (húsið opnar kl. 19:30) í safnaðarheimilinu. Á dagskránni eru leikir, flipp og fjör. Nánar HÉR.

Krílasálmar
Upphitun fyrir foreldramorgna. Hefst fimmtudaginn 12. september kl. 10 og verða í 5 skipti til 10. október. Umsjón: Valgerður Jónsdóttir kórstjóri og tónmenntakennari. Kostnaður er 3.000 krónur. Eingöngu 14 börn komast að á hvert námskeið. Vinsamlegast tilkynnið um skráningu á gudlaughelga@lagafellskirkja.is

Foreldramorgnar
Hefjast aftur eftir krílasálmanámskeiðin 17.október kl. 10 – 12 í safnaðarheimilinu. Nánar HÉR!

Kyrrðarbænastundir
Frá 10. september 2024 eru vikulegar íhugunar/kyrrðarbænar samverur í Lágafellskirkju, á þriðjudögum kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl. 17:15. Umsjón hafa prestar sóknarinnar. Nánar HÉR.

Gaman saman – samverur eldri borgara
Samverunar hefjast fimmtudaginn 19. september kl. 14 – 16 í safnaðarheimilinu og eru annan hvern fimmtudag hjá okkur og hitt skiptið á Eirhömrum. Nánar HÉR.

Prjónasamverur
Hefjast fimmtudaginn 12. september kl. 19:30 – 21:30 í safnaðarheimilinu og verða annað hvert fimmtudagskvöld. Nánar HÉR.

Fermingarfræðsla
Fermingarfræðslan hefst 17. og 18. september á haustönn og á vorönn hefst fræðslan 14. og 15. janúar. Rafræn skráning til þess að skrá í fermingarfræðslutíma hefst þriðjudaginn 10. september kl. 9 á bakvið þessa SMELLU.

Kirkjukórinn
Æfir á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 í safnaðarheimilinu, 3. hæð. Nýjir félagar eru velkomnir en hafið samband við Árna Heiðar Karlsson organista og tónlistarstjóra ef spurningar vakna.

12 spor – andlegt ferðalag
Kynningarfundur verður MIÐVIKUDAGINN 2. október kl. 19:30 í safnaðarheimilinu og í framhaldi verða opnir fundir næstu 3 miðvikudaga á eftir. Sjá nánar HÉR.

Bogi Benediktsson

12. september 2024 09:00

Deildu með vinum þínum