Í túninu heima
Miðvikudagur 28. ágúst – Lágafellskirkja
Kl. 20: Tónleikar með Elínu Hall. Reynir Snær Magnússon spilar með á gítar. Ókeypis aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Af brennandi þrá til að segja sögur hefur Elín Hall fundið sinn róm með tónlist sinni undanfarin ár. Lög hennar mála myndir veruleika og fantasíu sem oft togast á. Þau bjóða fólki inn í heim draumkenndra rafgítarshljóða og melankólískra textaþema þar sem auðvelt er að gleyma sér. Elín Hall hefur skotið upp kollinum í íslensku tónlistarlífi síðustu ár en síðustu misseri gaf hún plötuna heyrist í mér? sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Hún fékk Kraumsverðlaunin, var plata ársins á Grapevine Music Awards og hlaut þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2024.
Bogi Benediktsson
22. ágúst 2024 10:54