Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Vikan hefst með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni og lýkur viku síðar með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju. Dagana inn á milli verður fjölbreytt dagskrá staðsett í Lindakirkju. Fólk af öllu landinu kemur saman til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í allskonar dagskrá fyrir alla aldurshópa. Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9).
Laugardaginn 31. ágúst í Lindakirkju verður stór-skemmtileg fjölskylduhátíð sem við hvetjum ykkur til að skoða (af öðrum dögum ólöstuðum). Dagskrá vikunnar er hægt að finna á bakvið þessa SMELLU.
Bogi Benediktsson
19. ágúst 2024 12:20