Barnakór Lágafellssóknar
Æfingar hefjast mánudaginn 2. september 2024 og verða í safnaðarheimili Lágafellssóknar að Þverholti 3.
Í september tökum við á móti börnum sem langar að prófa kóræfingar. Endilega sendið póst til Valgerðar kórstjóra ef barnið vill koma á prufuæfingu.

1. – 3. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 16:20 – 17:00

Verkefni kórsins í vetur: Við æfum saman ýmis skemmtileg lög, förum í leiki og njótum samverunnar.
Við syngjum reglulega við messur í Lágafellskirkju, heimsækjum dvalarheimili ofl. staði.
Kórastarf felur í sér: Frábært tónlistaruppeldi, mikla gleði, upplifun og einbeitingu, þjálfun í samvinnu og framkomu.

4. – 7. bekkur: Kóræfingar á mánudögum kl. 17:10 – 18:00 – ATH: Breytt tímasetning!

Verkefni kórsins í vetur: Við æfum saman fjölbreytt lög og texta, syngjum keðjusöngva og röddum.
Við syngjum reglulega við messur í Lágafellskirkju, tökum þátt í kórahittingum, heimsækjum dvalarheimili ofl. staði.
Við förum stundum í leiki, syngjum í hljóðnema og leggjum upp úr skemmtilegri samveru.
Kórastarf felur í sér: Frábært tónlistaruppeldi, mikla gleði, upplifun og einbeitingu, þjálfun í samvinnu og framkomu. Einnig verður í boði fyrir áhugasama að fara á NTT mót ÆSKH í Vatnaskógi dagana 7. – 8. febrúar 2025 (dagsheimsókn, gist í eina nótt). Það verður sungið, haft gaman á frábærum stað í góðum félagsskap, geggjaður matur, kvöldvaka ofl.! Skráning hefst þegar nær dregur hjá Valgerði kórstjóra. Þátttökugjald fyrir mótið verður auglýst síðar en haldið í lágmarki. Hægt er að nota annargjaldið, 8.000 kr. fyrir mótið. Innifalið í gjaldinu er: Matur, gisting, rúta og dagskrá.  

Gjald fyrir hvora önn:
Haustönn 2024: 8.000 kr.
Vorönn 2025: 8.000 kr.
Veittur er 20% systkinaafsláttur. Til að skrá er best að skrá í gegnum skráningarkerfið okkar. Ef þörf krefur, ekki hika við að óska eftir styrk frá sókninni í netfangið rekstur@lagafellskirkja.is, til að barn/börn þitt/þín geti sótt kóræfingar með Barnakór Lágafellssóknar.

Umsjón: Valgerður Jónsdóttir, tónmenntakennari & söngkona. Henni til halds og traust er Sylvía Þórðardóttir, söngkona og nemi. Stundum kíkir organisti eða æskulýðsfulltrúi á kóræfingar þegar kórinn er að undirbúa eitthvað skemmtilegt! Nánari upplýsingar & fyrirspurnir veitir Valgerður á netfanginu: valgerdur@lagafellskirkja.is

Bogi Benediktsson

18. ágúst 2024 11:00

Deildu með vinum þínum