Nýlega komu 3 börn ásamt foreldri færandi hendi með peningagjöf til Hjálparstarfs kirkjunnar í safnaðarheimilið. Þessi skeleggu börn sem heita; Biggi Thor, Áslaug Agla og Sveinbjörn Mar fengu þá hugmynd að tína, mála steina og selja. Ákveðið var svo að gefa peningin til góðra málefna til barna í Afríku í gegnum Hjálparstarfs kirkjunnar.

Takk fyrir komuna. Falleg hugsun sem hjálpar mikið í Afríku.

Bogi Benediktsson

9. ágúst 2024 13:32

Deildu með vinum þínum