Lágafellssókn auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra Lágafellssóknar. framkvæmdastjóri starfar í umboði sóknarnefndar Lágafellssóknar í samræmi við starfsreglur um söfnuði og sóknarnefndir nr.16/2021-2022, sbr. starfsrgl. nr. 16/2022-2023. Starfshlutfallið er 80% og er ráðning ótímabundin. Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki síðar en 1. ágúst n.k.

Hjá Lágafellssókn starfar öflugt og samheldið teymi presta og starfsfólks auk sóknarnefndar. Þar starfa þrír prestar, organisti, kirkjuvörður, æskulýðsfulltrúi og kórstjóri auk leiðtoga í æskulýðsstarfi. Lágafellssókn er ört stækkandi sókn og umfangsmikla starfsemi. Sóknin rekur öflugan styrktarsjóð sem hefur miðlæga stöðu fyrir fjárhagslegan stuðning í bæjarfélaginu. Kirkjugarðar í Mosfellsbæ eru þrír og sér Lágafellssókn um rekstur þeirra allra.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Ber ábyrgð á rekstri sóknarinnar þ.m.t.
o Gerð fjárhagsáætlana í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest
o Innheimtu reikninga
o Greiðslu reikninga
o Launagreiðslur
o Upplýsir sóknarnefnd og starfsfólk um framvindu rekstrar í samræmi við áætlanir
o Hefur eftirlit með bókhaldi og afstemmingum
• Ber ábyrgð á mannauðsmálum starfsfólks sóknarinnar
o Ráðningar eru unnar í samráði við sóknarnefnd og sóknarprest
• Umsjón með kirkjugörðum
• Umsjón með fasteignum sóknarinnar og húsfélagi í Þverholti
• Situr sóknarnefndarfundi og ritar fundargerðir

Hæfniskröfur
• Viðeigandi háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og þekking af reikningshaldi og áætlanagerð
• Stjórnunarreynsla
• Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri í starfi
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
• Frumkvæði og áræðni
• Skipulagshæfni
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Vilji til að helga sig sýn og gildum Þjóðkirkjunnar

Frekari upplýsingar um starfið
• Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Visku á almennum markaði.
• Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
• Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
• Starfshlutfall er 80% en getur kallað á sveigjanlegan vinnutíma.
• Umsóknarfrestur er til og með 15.06.2024.
• Hægt er að sækja um inn á: alfred.is – bakvið þessa SMELLU

Nánari upplýsingar veitir: Ólína Kristín Margeirsdóttir, formaður sóknarnefndar í síma 898-1795 eða í tölvupósti formadur@lagafellskirkja.is

Bogi Benediktsson

29. maí 2024 12:52

Deildu með vinum þínum