Það eru sannarlega gleðitíðindi að okkar Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, var vígð til prestsþjónustu við Mosfellsprestakall annan í hvítasunnu frá Skálholtsdómkirkju. Nánar er hægt að lesa um vígsluathöfnina inn á kirkjan.is
 
Með þessum tíðindum verða prestarnir okkar loksins þrír við sóknina enda í mörg horn að líta í stækkandi bæjarfélagi. Guðlaug Helga hefur síðastliðin tvö ár starfað hjá Lágafellssókn og haft umsjón með foreldramorgnum, eldri borgarastarfi og sem fermingarfræðari og við því heppin að fá að festa Guðlaugu Helgu meira í sessi hjá okkur.
 
Við óskum sr. Guðlaugu Helgu Guðlaugsdóttur innilega til hamingju með vígsluna og blessunaróskir í prestsþjónustunni á akrinum.
 
 
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna þá gat sr. Henning Emil Magnússon ekki verið viðstaddur þennan daginn. En í hans stað kom sr. Hólmgrímur Elís Bragason sem vígsluvottur en hann leysti af fyrir áramót hjá okkur og þekkir starfshópinn vel. 😇

Bogi Benediktsson

21. maí 2024 19:17

Deildu með vinum þínum