Í guðsþjónustunni á sunnudaginn gaf Þórdís “okkar” Ásgeirsdóttir, sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarpresti í Reynivallaprestakalli prjónaða stólu. Sr. Arna bað hana um að segja söfnuðinum frá hugsuninni á bak við hönnunina á stólunni. Rósirnar eru tákn fyrir frið og krossinn aftaná getur verið bæði kross Krists sem og tákn fyrir það að við vörpum og óskum friðs til allra átta frá okkur því að friðurinn byrjar hjá okkur sjálfum. Arna bað hana um að skríða sig stólunni í byrjun guðsþjónustunnar og blessaði stóluna um leið.
Þess má til gamans geta að Þórdís okkar starfað við Lágafellssókn um árabil sem djákni. Hún sér um fyrirbænahópinn okkar sem hittist í hverri viku og biður fyrir þakkar-og bænarefnum sem fólk getur sent inn í gegnum lagafellskirkja.is. Hún er einnig búinn að prjóna samskonar friðartrefla eða stólur fyrir starfsfólkið í gegnum tíðina
Bogi Benediktsson
8. maí 2024 13:44