Þriðjudagskvöldið 14. maí kl. 20 í safnaðarheimilinu verður í boði einstakt tilboð fyrir pör sem býður upp á góða kvöldstund frá amstri dagsins. Íris Eik Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Samskiptastöðvarinnar, fjölskyldufræðingur, réttarfélagsráðgjafi og sáttamiðlari ætlar að bjóða upp á örnámskeið fyrir pör, á léttu nótunum til að bæta samskipti og auka lífsgæði. Ljúf kvöldstund í boði með þessum flotta fyrirlesara. Aðgangur ókeypis.
Og öll velkomin!
Bogi Benediktsson
8. maí 2024 14:53