Í síðustu úlfastundinni á þessari önn, sem verður fimmtudaginn 2. maí kl. 17 í safnó, kíkir María Á. Shanko frá Jógasetrinu og kennir okkur krakkajóga.
…Á námskeiðinu læra börnin öndunaræfingar, jóga og slökun í gegnum leiki, sögur og hreyfingu. Foreldrar eru með í tímum og getur þátttaka þeirra og áhugi eflt virkni barnsins. ” Saman gaman”. segir í lýsingunni um námskeiðið
Við hefjum stundina á smá sprikli, svo sunnudagaskóli með söng, gleði og fræðslu. Eftir það vindum við okkur í krakkajóga. Úlfastundin endar svo alltaf kl. 18issh með mat og samfélagi.
Bogi Benediktsson
30. apríl 2024 09:01