Undanfarinn ár hefur verið unnið að því að taka yfirlitskort fyrir nýja Mosfellskirkjugarð til að setja inn á vefsíðuna gardur.is. Sú vinna er gerð í samvinnu við Sigurgeir Skúlason verkefnastjóra kirkjugarða og Arnfinn Einarsson starfsmann KGSÍ. Þar áður var bara hægt að fletta upp leiðum án yfirlitskorts.
Inn á gardur.is er svo hægt að fletta upp öllum kirkjugörðum á landinu, sumum með yfirlitskorti og sumir ekki, til þess leita af leiðum ástvina í kirkjugörðum.
Nú geta aðstandendur leiða ástvina í nýja Mosfellskirkjugarði haft þann möguleika að fletta upp leiðum ástvina sinna, með korti til að átta sig betur á staðsetningu og uppfærðri legstaðaskrá sem tekur samtímis í gildi. Hægt er að fletta á bakvið þessa SMELLU HÉR.
Við þökkum Sigurgeir og Arnfinni sérstaklega fyrir aðstoðina við þetta verk en nú þegar eru komin yfirlitskort af hinum kirkjugörðum Lágafellssóknar inn á síðuna: Mosfellskirkjugarður eldri og Lágafellskirkjugarður.
Nokkrar staðreyndir um Mosfellskirkjugarð nýja
- Sáluhirðir garðsins (jarðsett fyrst) er: Andrés G. Ólafsson, Garðyrkjubóndi frá Laugabóli. Jarðsettur 25.2.1999
- Núverandi skipulag garðsins skiptist í A, B og E hluta (duftreitir)
- Í A og B hluta eru 373 reitir
- 187 eru jarðsettir, rest eru fráteknir fyrir aðstandendur eða lausir
- Í E hluta (dufreitir) eru tilbúnir 91 reitir og þar af eru 7 jarðsettir
- Sumarið 2024 verður haldið áfram vinnu við stíga í C og D hluta garðsins svo það verður klárt
- Reiknum með að byrja að jarðsetja í C hlutann næsta vetur þegar plássinn klárast í B hlutanum
- F hluti (neðsti hringurinn fyrir duftker) verður svo skipulagður þegar plássið er að klárast í E hlutanum í náinni framtíð.
Bogi Benediktsson
6. mars 2024 09:00