24. febrúar markar 135 ára vígsluafmæli Lágafellskirkju. Kirkjan var vígð 24. febrúar 1889, sunnudaginn fyrstan í Góu, á konudaginn. Hún er timburkirkja á steingrunni. Vígsluár kirkjunnar, þ.e. 1889 voru íbúar sóknarinnar 403 á 53 heimilum. 1. desember 2008 voru íbúar sóknarinnar yfir 8500. 1. desember 2023 voru íbúar sóknarinnar yfir 13.000. Nánar um sögu Lágafellskirkju HÉR.
Kl. 13: Ljósa sunnudagaskóli í Lágafellskirkju.
Söngur, leikir, saga og fjör fyrir alla fjölskylduna.
Grænar gjafir og hressing í lok stundar.
Umsjón: Bogi og Andrea.
Kl. 20: Konudagsmessa í Lágafellskirkju.
Á konudaginn koma góðir gestir í Lágafellskirkju. Jóhanna Valdís Torfadóttir verkefnastjóri Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar flytur hugvekju. Kvennakórinn Stöllurnar syngur undir stjórn Heiðu Árnadóttur. Konur taka virkan þátt í biblíulestri og sjá um aðra tónlist. Prestur: sr. Arndís Linn. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Hressing & samfélag í skrúðhúsi eftir messu.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju!
Bogi Benediktsson
20. febrúar 2024 14:31