Í Gaman saman fimmtudaginn 16. október kl. 14 koma eigendur Annríkis – Þjóðbúninga og skart í heimsókn. Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og gullsmiður og Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur koma og miðla þekkingu sinni af gerð íslenska búningsins og verða með nokkra til sýnis.
Fyrirlesturinn verður í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, 3. hæð. Heitt á könnunni og meðlæti.

Verið velkomin!

Í vetur mun Lágafellssókn vera í samstarfi með félagsstarfi eldri borgara í Mosfellsbæ, taka þátt og vera hluti af starfinu Gaman saman. Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur mun leiða starfið fyrir hönd Lágafellssóknar. Við fáum í bland áhugaverða fyrirlesara, tónlistarfólk og aðra góða gesti í heimsókn. Samverurnar okkur mun fara fram annanhvern fimmtudag í safnaðarheimili Lágafellssóknar Þverholti 3, þriðju hæð frá kl. 14-16 til skiptis við samverurnar að Eirhömrum.

Dagskrá haustins 2023

Bogi Benediktsson

15. nóvember 2023 12:19

Deildu með vinum þínum