Kl. 13: Bangsa sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit. Sjáumst í sunnudagaskólanum!
Kl. 20: Taize messa í Lágafellskirkju. Uppskrift af ljúfri kvöldstund þar sem áhersla er lögð á söng og kyrrð fyrir komandi viku. Sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir messu.
Taize messu formið er að hluta til byggð upp eftir fyrirmynd guðsþjónustu frá bæna- og líknarsamfélagi í þorpinu Taize í Frakklandi. Þar er mikil áhersla lögð á einfalt form og einfaldan söng í guðsþjónustunni og gegnir endurtekning sálmanna sérstöku tilbeiðslu og íhugunar hlutverki.
Verið öll velkomin!
Bogi Benediktsson
8. nóvember 2023 10:32