Jól í skókassa – skiladagur laugardaginn 11. nóvember
Síðan árið 2004 hefur verkefnið Jól í skókassa sent til munaðarlausra barna í Úkraníu á hverju ári 3000-5000 jólagjafir í skókössum. Og nú er þörfin en meiri. Við hvetjum öll sem vettlingi geta valdið að taka þátt. Hægt er að koma við í safnaðarheimilinu á opnunartíma að skila kössum eða fara sjálf með þá að Holtavegi 28, RVK.
Æskulýðsfélagið ósoM verður með Jól í skókassa fund þriðjudagskvöldið 7. nóvember kl. 20 – 21:30.
Þá ætlum við að….
- aðallega að pakka inn skókössum sem nýtist verkefninu í heild!
- ykkur er velkomið að mæta sem einstaklingar eða mörg saman með gjafir í kassana (sjá leiðbeiningar fyrir neðan)
- Borða piparkökur og drekka heitt kakó!
Bogi Benediktsson
6. nóvember 2023 16:16