Miðvikudaginn 8. nóvember ganga fermingarbörn milli 17:30 – 21:00 í hús í Mosfellsbæ og safna peningum til styrktar fátækum í Afríku.
Börnin safna peningum fyrir vatnsverkefnum í tveimur löndum í Afíku: Úganda og Eþíópíu.
Söfnunin er fastur liður í fermingarfræðslustarfi á öllu Íslandi en á undan fræðast börnin um líf og starf barna í Afríku.
Hvetjum við alla Mosfellinga til að taka vel á móti fermingarbörnunum.
Bogi Benediktsson
6. nóvember 2023 15:56