Sunnudagaskóli kl. 13 í Lágafellskirkju. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit. Sjáumst í sunnudagaskólanum!
Allra heilagra messa kl. 20 í Lágafellskirkju. Minning látinna með fagurri tónlist og ljós tendruð. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organisti er Árni Heiðar Karlsson. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir messu.
Öll velkomin!
Menningarvika í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós dagana 29. október – 5. nóvember er hluti af Kirkjulistaviku Kjalarnessprófastsdæmis.
Nánari dagskrá: lagafellskirkja.is/menningarvika2023
Bogi Benediktsson
1. nóvember 2023 10:52