Kl. 11: Ólafíumessa í Lágafellskirkju til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur sem starfaði að líknarmálum á Íslandi og í Noregi. Sr. Henning Emil Magnússon leiðir stundina sem er í samstarfi við þrjú félög sem tengjast Ólafíu: Hvíta bandið, Félagsráðgjafafélag Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Dr. Sigrún Júlíusdóttir mun fjalla þar stuttlega um Ólafíu og það sem einkenndi hennar mannúðarstörf. Að messu lokinni verður haldið að Mosfelli og blómsveigur lagður að minnisvarða. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar.

Kl. 13: Sunnudagaskólinn í Lágafellskirkju. Gleði, söngur, biblíusaga og brúðuleikrit.
Eftir stundina verður í boði hressing í skrúðhúsi og krakkarnir fá fjársjóðskistu með sér heim.

Verið hjartanlega velkomin!

Bogi Benediktsson

19. október 2023 12:27

Deildu með vinum þínum