Nýfermd fermingarstúlka frá Lágafellskirkju ákvað á dögunum að gefa hluta af fermingarpeningnum sínum til vatnsverkefnis Hjálparstarfs kirkjunnar. Við fengum góðfúslegt leyfi til þess að deila eða ,,séra“ fréttinni sem er hægt lesa bakvið þessa SMELLU á vef hjálparstarf kirkjunnar.
Texti úr frétt:
Aðspurð hvernig hún vissi af Hjálparstarfi kirkjunnar þá sagði Rakel okkur frá því að að hún hafi kynnst starfi Hjálparstarfsins í fermingarfræðslu í Lágafellskirkju. Hún vildi því að peningurinn hennar rynni til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríku en um langt árabil hafa krakkar í fermingarfræðslu fengið að heyra um þann hluta starfsins í undirbúningi fermingarinnar. Þess má geta í samhengi að sú hefð hefur skapast í fermingarfræðslunni að krakkarnir ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins.“
Falleg hugsun sem hjálpar mikið í Afríku.
Bogi Benediktsson
26. apríl 2023 09:49