Helgihald á aðventu
Sunnudagur 27. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu
Kl. 11: Sálmabókarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Arndís Linn prédikar og þjónar fyrir altari. Þórður Sigurðarson, organisti flytur ávarp í tilefni af útgáfu nýrrar sálmabókar Þjóðkirkjunnar. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir söng undir stjórn organista. Meðhjálpari: Andrea Gréta Axelsdóttir.
Kl. 13: Kerti & spil sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, söngur og fræðsla. Í lokin verður í boði grænar gjafir frá kirkjunni, föndur, litir, djús og ávextir í skrúðhúsi.
Sunnudagur 4. desember – annar sunnudagur í aðventu
Kl. 13: Orgel sunnudagaskóli í Lágafellskirkju. Þórður organisti sýnir okkur töfra orgelsins. Syngjum saman til að koma okkur í jólagírinn, saga og grænu gjafirnar verða á sínum stað.
Kl. 20: Aðventukvöld Lágafellssóknar í Lágafellskirkju. Báðir prestar og ræðumaður kvöldsins verður Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir, guðfræðingur. Kveikt á aðventukransinum, kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar, organista. Jóhannes Freyr Baldursson, syngur. Kaffiveitingar í boði Lágafellssóknar í safnaðarheimilinu að Þverholti 3, 3.hæð. Allir hjartanlega velkomnir!
Sunnudagur 11. desember – þriðji sunnudagur í aðventu
Kl. 12 – 14: JólakirkjuBRALL í Lágafellskirkju. Fjölskylduvæn samvera þar sem við föndrum, bröllum, leikum, syngjum og um leið fræðumst um atburði jólanna. Kirkjubrallinu lýkur með því að við borðum saman.
Sunnudagur 18. desember – fjórði sunnudagur í aðventu
Kl. 11: Aðventustund í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn leiðir stundina. Barnakórinn syngur undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur, kórstjóra. Organisti: Þórður Sigurðarson. Ávextir, djús og kaffi í skrúðhúsi eftir stundina.
Helgihald um jól & áramót í Lágafellssókn
Aðfangadagur 24. desember
Kl. 13: Jólastund barnanna í Lágafellskirkju. Notaleg stund sem styttir biðina til jóla fyrir alla fjölskylduna.
Umsjón: Sr. Henning Emil Magnússon, Bogi Benediktsson og Þórður Sigurðarson.
Kl. 18: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar. Einsöngur: Bjarni Atlason.
Þverflauta: Melkorka Ólafsdóttir. Organisti: Þórður Sigurðarson.
Kl. 23:30: Miðnæturguðsþjónusta á jólanótt í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar. Einsöngur: Einar Clausen. Selló: Kristín Lárusdóttir. Organisti: Þórður Sigurðarson.
Jóladagur 25. desember
Kl. 14: Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Selló: Kristín Lárusdóttir. Organisti: Þórður Sigurðarson.
Kl. 16: Hátíðarguðsþjónusta í Mosfellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Kirkjukór Lágafellssóknar.
Einsöngur: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir. Selló: Kristín Lárusdóttir. Organisti: Þórður Sigurðarson.
Gamlársdagur 31. desember
Kl. 17: Aftansöngur í Lágafellskirkju. Sr. Henning Emil Magnússon. Tindatríóið syngur. Trompet: Atli Guðlaugsson. Organisti: Þórður Sigurðarson.
Messufrí á nýársdegi, sunnudaginn 1. janúar 2023
Sunnudagur 8. janúar 2023 – upphaf barnastarfsins & ný staðsetning á sunnudagaskóla!!
Kl. 11: Guðsþjónusta í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Þórður Sigurðarson. Kaffisopi í skrúðhúsi eftir guðsþjónustu.
Kl. 13: SUNNUDAGASKÓLINN verður vorönn 2023 í safnaðarheimilinu, Þverholti 3. Söngur, leikir, fræðsla, Rebbi og Mýsla. Að sjálfsögðu verða grænar gjafir, djús, litir og ávextir á sínum stað í lok stundar.
Umsjón: Bogi Benediktsson, æskulýðsfulltrúi og sunnudagaskólaleiðtogar.
Kl. 17: Batamessa í Lágafellskirkju. Sr. Arndís Linn og fulltrúar frá Vinum í bata.
Birt með fyrirvara en breytingar verða tilkynntar á heimasíðu ef til kemur inn á lagafellskirkja.is
Fögnum hátíð ljóssins!
Við óskum öllum íbúum Mosfellsbæjar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Prestar, starfmenn og sóknarnefnd Lágafellssóknar
Bogi Benediktsson
14. desember 2022 09:00