
Útboð á garðslætti og gróðurumhirðu í kirkjugörðum Lágafellssóknar
Sóknarnefnd Lágafellssóknar sem er jafnframt kirkjugarðsstjórn óskar eftir tilboðum frá viðurkenndum garðþjónustufyrirtækjum í verkið:
Garðsláttur og gróðurumhirða í kirkjugörðum Lágafellssóknar, samtals u.þ.b. 2 ha.
Útboðslýsing
Kirkjugarðar Lágafellssóknar eru þrír talsins: Lágafellskirkugarður, eldri- og nýi Mosfellskirkjugarðar. Gerður verður samningur um verkið til 1 árs með möguleika á framlengingu. Miðað er við að verkin verði unninn á tímabilinu 15. maí – 15. október eða eftir samkomulagi.
Áhugasamir geta sent beiðni um nánari útboðsgögn á netfangið: lagafellskirkja@lagafellskirkja.is og gefa um leið upp nafn fyrirtækis og tengiliðar.
Tilboðum skal skilað fyrir fimmtudaginn 17. mars 2022 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 2. hæð, 270 Mosfellsbæ eða á netfangið lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Sóknarnefnd Lágafellssóknar áskilur sér rétt að taka ekki ódýrasta tilboðinu né neinu tilboði ef svo ber undir.
Bogi Benediktsson
10. febrúar 2022 14:41