Ekki verður hægt að hafa fyrsta sunnudagaskólann á nýju ári í kirkjunni okkar. Í stað þess hvetjum við krakka (á öllum aldri, líka þessi fullorðnu) að kíkja saman á gamalt og nýtt efni sem hægt er að finna á jútúb (e. Youtube) rás Lágafellskirkju – Sjá HÉR
Og að auki viljum við benda öllum á stórsniðuga krakkaþætti frá sjónvarpstöðinni N4 sem heita: Himinlifandi
Hægt er að horfa á þá á N4.is í tölvunni eða snjalltækjum – sjá HÉR
Með von í hjarta um að við getum hist fljótlega í kirkjunni okkar.
Kveðja, sunnudagaskólaleiðtogararnir í Lágafellskirkju.
Sunnudagaskóli í streymi – endurnýtt frá 2021
Bogi Benediktsson
7. janúar 2022 11:24