Við í Lágafellsókn hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í þessu yndislega verkefni, Jól í skókassa. Hver sem er getur tekið þátt, fjölskyldur, einstaklingar, skólar, fyrirtæki en verkefnið miðar að því að safna gjöfum fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu. Frekar einfalt og hægt að kynna sér þetta nánar í myndbandinu hér fyrir neðan.
Þau sem taka þátt þá er best að skila skókössunum að Holtavegi 28, RVK. Þar er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9 – 17, föstudag kl. 9 – 16 en lokaskiladagur er laugardaginn 13. nóvember kl. 11 – 17. Þau sem vilja geta líka stutt sér sporið og skilað skókössunum í safnaðarheimilið á opnunartímum kl. 9 – 13 FYRIR FÖSTUDAGINN 12. NÓVEMBER. =)
Nánari upplýsingar um hvernig verkefnið virkar er í þessu myndbandi:
https://fb.watch/99_9wLGVpt/
og á kfum.is/skokassar
Bogi Benediktsson
9. nóvember 2021 09:33