Fjölskylduguðsþjónusta
Sunnudaginn 5. september kl. 13
Upphaf barnastarfsins
Söngur + gleði + biblíusaga + Rebbi & Mýsla kíkja í heimsókn!
Umsjón: Sr. Arndís, Bogi og sunnudagaskólaleiðtogar.
Ungmennakórinn Fermata syngur undir stjórn Þórðar organista. Kristín Sesselja, söngkona syngur einsöng.
Sunnudagaskólinn verður svo á sínum stað, á sama tíma í allann vetur.
Krakkarnir fá með sér heim grænar gjafir frá kirkjunni!
Guðsþjónustan markar upphaf barnastarfsins en æskulýðsfélagið ósoM (fyrir 8. – 10. bekk) hefst þriðjudaginn 14. september kl. 20, ungmennakórinn Fermata (fyrir 14 til 30 ára) hefur æfingar á þriðjudögum kl. 18 – 19:30. og foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 9. september kl. 10 – 12. Hist er í safnaðarheimilinu, Þverholti 3.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Bogi Benediktsson
31. ágúst 2021 14:50