Nú þegar líður á sumarið þá hefst sunnudagaskólinn í kirkjunni okkar. Sunnudaginn 5. september kl. 13 í Lágafellskirkju verður fjölskylduguðsþjónusta og upphaf barnastarfsins. Söngur, brúðuleikrit, biblíusaga og allir krakkar fá fjársjóðskistu og mynd að gjöf.
Hlökkum til að sjá ykkur & allir velkomnir!
Bogi Benediktsson
25. ágúst 2021 14:03