Sunnudagurinn 25. apríl 2021
3. sunnudagur páskatímans – Postulamessa

Rafræn helgistund frá Mosfellskirkju kl. 11. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari ásamt Bryndísi Böðvarsdóttur sem prédikar.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista.

Helgistundin birtist á slaginu kl. 11 í spilaranum hér fyrir neðan og á fésbókarsíðu Lágafellssóknar.


SÍÐASTI sunnudagaskólinn kl. 13 í Lágafellskirkju. Vegna fjölda smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að halda síðasta sunnudagaskólann fyrir sumarfrí næsta sunnudag. Biblíusaga, söngur, rebbi og mýsla kíkja í heimsókn í sumarskapi! Börnin fá miða og fjársjóðskistu til að taka með heim. Umsjón: Bogi, Petrína og Þórður. Minnum á grímuskyldu og 2 metra reglu.

Allir velkomnir meðan sóttvarnarreglur leyfa.

ATH: Lokahóf sunnudagaskólans sem átti að vera 16. maí verður þess í staðinn rafrænt. Gleðilegt sumar!

Bogi Benediktsson

23. apríl 2021 10:40

Deildu með vinum þínum