Í nóvember hefst undirbúningur við uppsetningu ljósakrossa á leiði í kirkjugörðunum. Sömu aðilar hafa séð um þessa þjónustu í mörg ár. Til að auðvelda uppsetningu (vegna veðurs) mun fyrirtækið hefja undirbúning fyrr en áður. Ljósin verða svo tendruð fyrsta sunnudag í aðventu eins og áður. Aðstandendur fá sendar frekari upplýsingar og greiðsluseðla.
Allar nánari upplýsingar gefur: Ingibjörg B. Ingólfsdóttir í síma 899 2747 og í gegnum netfangið: leidisljos@gmail.com
Bogi Benediktsson
3. desember 2020 09:00