Séra Sigurður Rúnar Ragnarsson leiðir stundina sem er send út beint frá Lágafellskirkju í gegnum facebook viðburð. Þórður Sigurðarson leikur á píanó. Bryndís Böðvarsdóttir er kirkjuvörður.
Fésbókarsíða Lágafellssóknar er: https://www.facebook.com/lagafellskirkja/ og hægt er að fylgjast með guðsþjónustunni HÉR.
Undanfarna sunnudaga hefur einnig verið glæsileg mæting í sunnudagaskóla en í ljósi tilmæla yfirvalda viljum við fella sunnudagaskólann niður og hann verður í stað þess í myndrænu/rafrænu formi kl. 13 – á facebook.
– Hér fyrir neðan hægt að hlaða niður og prenta út litamynd dagsins fyrir sunnudagaskólann –
Bogi Benediktsson
9. október 2020 09:00