Helgihaldi verður áfram streymt á vegum sóknarinnar yfir páskahátiðinar. Á föstudaginn langa verður streymt frá Lágafellskirkju kl:20:00. Þar munu sr. Arndís Linn og Þórður Sigurðarson organisti leiða ritningalestur og tónlist. Á páskadagsmorgun kl. 8:00 verður einnig streymt frá Lágafellskirkju. Þá mun sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiða helgihald og Þórður Sigurðarson sjá um tónlistina.
Við bendum svo á helgihald á vegum Þjóðkirkjunnar sem verður á RUV um páskana. Á föstudaginn langa kl. 17 verður sent út á RUV efni sem er tileinkað þessum degi. Þar verða fluttar hugleiðingar, ritningarlestur og bænir. Ellen Kristjánsdóttir og KK flytja sjá um tónlist .
Á páskadag verður guðsþjónusta í Dómkirkjunni þar sem biskup Íslands prédikar. Messunni verður útvarpað á Rás eitt og einnig send út í Sjónvarpinu.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
10. apríl 2020 18:11