Óhefðbundin guðsþjónusta verður í Mosfellskirkju, 26 janúar kl.11:00. Helgihaldið verður með léttu sniði, lesið og sungið og notið. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn organistans Þórðar Sigurðarsson. Sr. Arndís Linn leiðir helgihaldið. Verið velkomin.
Sunnudagaskólinn er svo í Lágafellskirkju kl. 13:00. Þar taka Berglind æskulýðsfulltrúi, Petrína aðstoðarkona og Þórður organisti vel á móti stórum sem smáum.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
24. janúar 2020 16:30