Aðventukvöld Lágafellssóknar verður sunnudaginn 9. desember kl. 20:00. Ræðumaður kvöldsins verður Hilmar Gunnarsson Mosfellingur. Eins og að venju verður tónlistin allsráðandi. Fram koma: Einar Clausen og Kristín Lárusdóttir. Þá munu nemendur úr Tónlistaskóla Mosfellsbæjar flytja tónlist og Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Organsti er Þórður Sigurðarson. Prestar safnaðarins, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og Arndís Linn leiða helgihaldið. Meðhjálpari er Hildur Salvör Backman. Að athöfninni lokinn býður sóknarnefnd í kvöldkaffi í safnaðarheimilinu Þverholti 3. Verið öll hjartanlega velkomin í Lágafellskirkju.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
5. desember 2018 10:06