Fermingarfræðsla vetrarins hefst í vikunni. Kennt verður í sal Sóknarinnar á 2. hæð í Þverholti 3. Fermingarbörnin mæt einu sinni í viku í fræðsluna, eftir skóla á þirðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Í vetur verður stuðst við nýtt fermingarefni sem fræðslusvið Biskupsstofu hefur gefið út. Heftið heitir AHA ! og er námsefnið byggt á hugmyndafræði og rannsóknum jákvæðrar sálfræði og er rauði þráðurinn í efninu hafður eftir orðum Jesú Krists: ,,Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig “ Fræðarar í vetur verða fjórir: Sr. Ragnheiður og Sr. Arndís prestar safnaðarins, Berglind Hönnudóttir æskulýðsfulltrúi og sr. Arna Grétarsdóttir prestur í Kjós og á Kjalarnesi. Hægt er að nálgast upplýsingar um tímana hér á síðunni.
Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
10. september 2018 08:54